mán 07. nóvember 2022 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Man Utd mætir Barcelona í umspilinu
Man Utd mætir Barcelona í umspili um sæti í 16-liða úrslitum!
Man Utd mætir Barcelona í umspili um sæti í 16-liða úrslitum!
Mynd: EPA
Í dag var dregið í umspilið fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Í umspilinu eru sextán lið og eru leikin átta tveggja leikja einvígi um átta laus sæti í 16-liða úrslitunum.

Dregið var í Nyon í Sviss og liðin í pottinum voru liðin sem enduðu í 2. sæti í sínum riðlum í Evrópudeildinni og liðin sem enduðu í 3. sæti í Meistaradeildinni.

Fyrri leikirnir fara fram 16. febrúar og seinni leikirnir viku síðar. Föstudaginn 24. febrúar verður svo dregið í 16-liða úrslitin.

Fyrstu liðin upp úr pottinum voru Barcelona og Manchester United! Rosaleg viðureign í Evrópudeildarumspilinu! Liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011. Eitt Íslendingalið var í pottinum. Danska liðið Midtjylland mætir Sporting Lissabon. Elías Rafn Ólafsson er einn af markvörðum Midtjylland, vermir því miður varamannabekkinn þessa dagana.

Öll einvígin má sjá hér að neðan.

Umspilið:
BARCELONA - MANCHESTER UNITED
JUVENTUS - NANTES
SPORTING LISSABON - MIDTJYLLAND
SHAKTAR DONETSK - RENNES
AJAX - UNION BERLIN
BAYER LEVERKUSEN - MÓNAKÓ
SEVILLA - PSV EINDHOVEN
SALZBURG - ROMA
Athugasemdir
banner
banner