Fílabeinsstrendingurinn Amad Diallo var besti maður leiksins er Manchester United vann PAOK, 2-0, í fyrsta sigri United í Evrópudeildinni á tímabilinu.
Eðlilega hreppti Diallo verðlaunin en hann gerði bæði mörk United í síðari hálfleiknum.
Fyrra markið gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf Bruno Fernandes og það síðara eftir að hafa unnið boltann og smellt honum fyrir utan teig í fjærhornið.
Sky Sports fannst viðeigandi að gefa honum 8 í einkunn fyrir frammistöðuna.
Einkunnir Man Utd gegn PAOK: Onana (7), Mazraoui (7), Lindelof (6), Evans (7), Dalot (7), Ugarte (6), Casemiro (7), Diallo (8), Fernandes (7), Garnacho (6), Hojlund (6).
Varamenn: Martinez (6), Rashford (6), Eriksen (6).
Radu Draguson var slakasti maður Tottenham í 3-2 tapinu gegn Galatasaray með 4 í einkunn. Varamennirnir Dejan Kulusevski, Rodrio Bentancur og Dominic Solanke voru bestir með 7.
Einkunnir Tottenham gegn Galatasaray: Forster (5), Porro (6), Dragusin (4), Davies (5), Gray (6), Bergvall (5), Bissouma (5), Maddison (5), Johnson (5), Lankshear (5), Son (5).
Varamenn: Kulusevski (7), Bentancur (7), Solanke (7), Sarr (6).
Chelsea rústaði Noah FC, 8-0, í Sambandsdeildinni, en London Evening Standard vildi ekki hrósa liðinu of mikið fyrir frammistöðuna. Enginn leikmaður fær 10, en Joao Felix komst næst því með 9. Christopher Nkunku og Marc Guiu fá báðir 8 en Enzo Fernandez, sem var með stoðsendingaþrennu, fékk aðeins 7.
Einkunnir Chelsea gegn Noah: Jörgensen (7), Disasi (7), Badiashile (6), Adarabioyo (7), Veiga (6), Fernandez (7), Nkunku (8), George (6), Felix (9), Mudryk (7), Guiu (8).
Varamenn: Dewsbury-Hall (6), Casadei (5), Chukwuemeka (6).
Athugasemdir