Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. nóvember 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy: Við trúðum þessu ekki
Mynd: Getty Images
Manchester United vann fyrsta Evrópuleik sinn á heimavelli í rúmt ár þegar liðið vann góðan 2-0 sigur á PAOK í Evrópudeildinni í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var fremur slakur og það er bara nokkuð vingjarnlega sagt. Það er augljóst að síðari hálfleikurinn var betri,“ sagði Ruud van Nistelrooy, bráðabirgðastjóri United, eftir leikinn.

United hafði beðið lengi eftir fyrsta Evrópusigri tímabilsins og voru í raun liðnir 380 dagar síðan United vann síðast Evrópuleik á Old Trafford.

Einn leikmaður náði að sanna það að hann eigi heima í byrjunarliðinu en það var Fílabeinsstrendingurinn Amad Diallo sem skoraði bæði mörkin og hefði jafnvel getað gert fleiri.

„Hann skipti sköpum í dag. Hann var mjög skarpur og bara vel gert hjá honum. Við vorum ekki nógu góðir að finna stöður í fyrri hálfleiknum, en það lagaðist í seinni.“

„Diallo hefur verið ótrúlegur á æfingum. Hann æfir vel og biður mig um að gera meira.“


Einnig var Van Nistelrooy spurður út í frammistöðu Rasmus Höjlund í leiknum, en hann segir að hlutirnir hafi ekki alveg verið að falla með honum.

„Þetta var ekki að detta fyrir hann. Í seinni hálfleik vorum við betri að koma okkur í stöður, en sumar fyrirgjafirnar rötuðu ekki á hann.“

Nistelrooy talaði þá um framlag leikmanna og síðasta leik hans sem stjóri liðsins.

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að það væri ár frá síðasta Evrópusigrinum á Old Trafford. Við trúðum því ekki. Það var tími til kominn til að snúa því við, byggja og breyta. Þetta er stór kafli hjá félaginu.“

„Það var mikilvægast fyrir mig að ná í úrslit. Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna sem leikmenn buðu upp á í kvöld.“

„Ég ætla að njóta þess en á sunnudag er annar leikur og ég er einbeittur á hann þannig ég er ekkert farinn að hugsa um hvað gerist eftir það,“
sagði Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner