Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kristín Gyða og Elfa Sif skrifa undir hjá Aftureldingu
Mynd: Afturelding
Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir eru búnar að skrifa undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk Aftureldingar. Samningarnir gilda báðir út leiktíðina 2021.

Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

Elfa Sif er fædd 2004 og kom hún við sögu í fjórum leikjum í sumar, þar af tvisvar í byrjunarliðinu.

Þær eru báðar fjölhæfar knattspyrnustúlkur og geta leyst flestar stöður á vellinum.

„Það er Aftureldingu sönn ánægja að semja við tvær ungar og uppaldnar stúlkur, við erum stolt af því að gefa ungum leikmönnum tækifæri í meistaraflokki og eiga þær Kristín Gyða og Elfa Sif eftir að spila stór hlutverk fyrir félagið á komandi árum," segir í yfirlýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner