Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. desember 2021 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: BBC 
Afríkukeppnin: Margir lykilmenn missa af mikilvægum leikjum á Englandi
Mo Salah
Mo Salah
Mynd: Getty Images
Zaha
Zaha
Mynd: EPA
Edouard Mendy
Edouard Mendy
Mynd: EPA
Bissouma
Bissouma
Mynd: Getty Images
Cornet
Cornet
Mynd: EPA
Í janúar fer Afríkukeppni landsliða (AFCON) í fótbolta fram. Margir leikmenn hjá félögum í Evrópu munu missa af leikjum með sínum félagsliðum vegna mótsins þar sem ekki er gert hlé á keppnum í Evrópu.

Staðan er þannig að félög verða að sleppa leikmönnum eftir leiki sinna liða 26. desember. Úrslitaleikur AFCON fer svo fram 6. febrúar svo leikmenn gætu verið lengi frá. Félög eru að reyna fresta því að þurfa sleppa mönnum í burtu þar sem fyrstu leikir eru ekki fyrr en 9. janúar.

41 leikmaður í ensku úrvalsdeildinni gæti misst af mótinu og eru sextán lið í deildinni með leikmann sem gæti verið valinn á mótið.

Watford gæti misst flesta eða alls sex leikmenn á mótið. Arsenal, Crystal Palace og Leicester gætu misst fjóra og Aston Villa, Brentford og Liverpool gætu misst þrjá leikmenn.

Leeds, Newcastle, Tottenham og Norwich eru ekki með leikmann innan sinna raða sem gæti verið valinn í hóp hjá landsliði sem tekur þátt í mótinu.

Þessir gætu misst af leikjum:
Watford (6) - Ismaila Sarr (Senegal)*, Peter Etebo*, Emmanuel Dennis, William Troost-Ekong (allir frá Nígeríu), Adam Masina, Imran Louza (báðir frá Morokkó)
*Sarr og Etebeo eru báðir meiddir


Arsenal (4) - Thomas Partey (Gana), Pierre-Emerick Aubameyang (Gabon), Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin), Mohamed Elneny (Egyptaland)
Crystal Palace (4) - Cheikhou Kouyate (Senegal), Jeffrey Schlupp, Jordan Ayew (báðir Gana), Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin)
Leicester City (4) - Kelechi Iheanacho, Wilfred Ndidi (báðir Nígeríu), Daniel Amartey (Gana), Nampalys Mendy (Senegal)*
*Mendy er ekki í úrvalsdeildarhópi Leicester


Aston Villa (3) - Bertrand Traore (Búrkína Fasó), Trezeguet (Egyptaland), Marvelous Nakamba (Simbabwe)
Brentford (3) - Frank Onyeka (Nígería), Tariqe Fosu (Gana), Julian Jeanvier (Gínea)
Liverpool (3) - Naby Keita (Gínea), Mohamed Salah (Egyptaland), Sadio Mane (Senegal)


Chelsea (2) - Edouard Mendy (Senegal), Hakim Ziyech (Morokkó)
Everton (2) - Alex Iwobi (Nígería), Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin)
Manchester United (2) - Eric Bailly, Amad Diallo (báðir frá Fílabeinsströndinni)
Southampton (2)
Moussa Djenepo (Malí), Mohammed Salisu (Gana)*
*Salisu hefur ekki spilað landsleik
Wolverhampton Wanderers (2)
Willy Boly (Fílabeinsströndin)*, Romain Saiss (Morokkó)
*Boly hefur ekki spilað vegna meiðsla en ætti að vera klár


Brighton & Hove Albion (1) - Yves Bissouma (Malí)
Burnley (1) - Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin)
Manchester City (1) - Riyad Mahrez (Alsír)
West Ham United (1) - Said Benrahma (Alsír)


Leeds United (0)
Newcastle United (0)
Norwich City (0)
Tottenham Hotspur (0)


Mikilvægir leikir á meðan leikmenn gætu verið frá:
3. og 4. umferð í enska bikarnum
Heimsmeistarakeppni félagsliða hjá Chelsea
28. desember: Leicester v Liverpool
1. janúar: Arsenal v Manchester City
2. janúar: Chelsea v Liverpool
14. janúar: Brighton v Crystal Palace
15. janúar: Manchester City v Chelsea
16. janúar: Tottenham v Arsenal
23. janúar: Chelsea v Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner