Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. desember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og þeir séu þriðja vinsælasta liðið á Íslandi
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Aston Villa
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard tók við Aston Villa í síðasta mánuði og hefur farið mjög vel af stað. Undir hans stjórn hefur Villa unnið þrjá af fjórum leikjum sem þeir hafa spilað.

Eftir komu Gerrard hefur áhuginn á Aston Villa aukist mjög mikið á Íslandi. Hér á landi er gríðarlega mikið af stuðningsfólki Liverpool sem heldur mikið upp á Gerrard, sinn fyrrum fyrirliða.

Liverpool og Aston Villa eigast við um næstu helgi og þá mætir Gerrard á sinn gamla heimavöll, Anfield.

„Það verða tár og KOP-stúkan grætur. Þeir fara alltaf lengra en aðrir með tilfinningarnar og það er allt í lagi," sagði Ingimar Helgi Finnsson í hlaðvarpinu Enski boltinn þegar rætt var um þennan athyglisverða leik sem er framundan.

„Þeir (stuðningsfólk Liverpool) halda með Aston Villa," sagði Sæbjörn Steinke sem stýrði þættinum.

„Núna er Twitter-ið manns á fullu þegar Aston Villa vinnur leik, það er eins og Liverpool hafi verið að vinna eitthvað," sagði Ingimar.

Talað var um að Aston Villa væri mögulega orðið þriðja vinsælasta liðið á Íslandi eftir komu Gerrard, en það stangast líklega á við sannleikann - þó vinsælir liðsins hafi aukist mjög upp á síðkastið.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Enski boltinn - Lundúnarþema og baráttan um fimmta sætið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner