Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   lau 07. desember 2024 08:48
Elvar Geir Magnússon
Everton - Liverpool frestað vegna veðurs
Afleitt veður verður víða um Bretlandseyjar í dag og búið að fresta ýmsum leikjum. Þar á meðal er grannaslagur Everton og Liverpool sem átti að vera í hádeginu.

Leiknum var frestað eftir að fulltrúar frá félögunum höfðu fundað með lögreglunni og borgaryfirvöldum.

Þegar þessi frétt er skrifuð þá er það eini úrvalsdeildarleikurinn sem hefur verið frestað en tveimur leikjum í Championship-deildinni hefur verið frestað; Cardiff - Watford og Plymouth - Oxford. Þá er búið að fresta C-deildarleik Bristol Rovers og Bolton.

Stormurinn Darragh gengur yfir og gul viðvörun var gefin út á Merseyside í morgun. Var í kjölfarið tekin sú ákvörðun að fresta leik Everton og Liverpool en það verður síðasta viðureign liðanna á hinum klassíska Goodison Park.

Heimili á vesturhluta Englands og í Wales eru mörg hver án rafmagns vegna óveðursins.

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni
15:00 Aston Villa - Southampton
15:00 Brentford - Newcastle
15:00 Crystal Palace - Man City
17:30 Man Utd - Nott. Forest


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner