Eins og margir hafa tekið eftir er Ainsley Maitland-Niles genginn í raðir Roma og kemur til liðsins frá Arsenal.
Þessi öflugi leikmaður gerir lánssamning á Ítalíu en hann getur leyst bæði hlutverk bakvarðar sem og miðjumanns.
Arsenal vildi ekki selja leikmanninn í þessum glugga en Roma þarf að borga meira en helming af launum Maitland-Niles.
Corriere dello Sport greinir frá þessu en Roma mun borga í kringum 1,5 milljónir evra í launakostnað.
Upprunarlega var talað um að Roma gæti keypt Englendinginn næsta sumar en ekkert kaupákvæði er í samningnum.
Athugasemdir