Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City tekur næstu skref varðandi kaup á varnarmanni frá Úsbekistan
Abdukodir Khusanov.
Abdukodir Khusanov.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að taka næstu skref í mögulegum kaupum á varnarmanninum Abdukodir Khusanov.

Það er fjölmiðlamaðurinn Ben Jacobs sem segir frá þessu en hann bætir við að Newcastle og Tottenham hafi einnig áhuga á honum.

Man City leiðir kapphlaupið þar sem félagið er tilbúið að borga verðmiðann sem franska félagið Lens hefur sett á hann, eða rúmlega 30 milljónir punda.

Þessi tvítugi miðvörður hefur komið við sögu í 16 leikjum með Lens á þessu tímabili. Hann er landsliðsmaður Úsbekistan en hann á 18 landsleiki að baki.

Man City hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili og búast má við að það komi ný andlit inn strax núna í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner