Sæti Thomas Frank er funheitt eftir að Tottenham tapaði gegn Bournemouth í gær. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu tólf deildarleikjum og situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
Danski stjórinn bætti ekki við vinsældir sínar fyrir leik í gær er hann mætti með Arsenal kaffimál skömmu fyrir leik. En líkt og flestum er kunnugt eru liðin tvö erkifjendur.
Danski stjórinn bætti ekki við vinsældir sínar fyrir leik í gær er hann mætti með Arsenal kaffimál skömmu fyrir leik. En líkt og flestum er kunnugt eru liðin tvö erkifjendur.
Myndir af Frank með Arsenal bollan fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í gær og virðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að merki Arsenal væri á bollanum.
Arsenal heimsótti Vitality völl Bournemouth manna um síðustu helgi og er talið líklegt að einhver úr þeirra röðum hafi skilið eftir nokkur kaffimál, sem Frank komst svo í.
Á fréttamannafundi eftir leik var Frank spurður út í kaffimálið umtalaða, en mynd af Frank með málið má sjá hér fyrir neðan.
„Ég varð ekki einu sinni var við þetta. Það er alveg sanngjarnt að segja að við vinnum ekki hvern einasta fótboltaleik og það væri algjörlega, fullkomlega heimskulegt af mér að taka bolla með merki Arsenal. Er einhver virkilega að halda að ég hafi gert það? Allt starfsfólkið hefur notað þessa bolla.
Þeir voru í búningsklefanum á undan okkur og það er bara eðlilegt að grípa í bolla og fá sér kaffi. Ég geri það fyrir hvern einasta leik. Mér finnst dálítið sorglegt að ég þurfi að svara fyrir þetta,“ sagði stjórinn að lokum.
Thomas Frank... what's that in your hands? ???? pic.twitter.com/bySo5ovsUI
— B/R Football (@brfootball) January 7, 2026
Athugasemdir



