Daníel Tristan Guðjonhsen er einn af nokkrum ungum leikmönnum sem mun bætast við aðalliðshóp Malmö sem er í æfingaferð á Spáni. Miðað við grein Fotbollskanalen þá verður Daníel Tristan yngsti leikmaðurinn í hópnum.
Liðið er að fara að spila tvo leiki á sama degi og mun Daníel Tristan vera í hópnum í seinni leiknum gegn AGF frá Danmörku. Aðal byrjunarlið Malmö mun leika í fyrri leiknum gegn Vålerenga frá Noregi og svo spila varamennirnir gegn AGF.
Liðið er að fara að spila tvo leiki á sama degi og mun Daníel Tristan vera í hópnum í seinni leiknum gegn AGF frá Danmörku. Aðal byrjunarlið Malmö mun leika í fyrri leiknum gegn Vålerenga frá Noregi og svo spila varamennirnir gegn AGF.
Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.
Hann er uppalinn á Spáni og spilaði með unglingaliði Barcelona áður en hann færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum. Hann þykir gríðarlega efnilegur og stóð hann sig vel í akademíunni hjá Madrídarstórveldinu.
Hann hefur núna verið að vekja athygli hjá unglingaliðum Malmö og fær núna að spreyta sig í æfingaferð með aðalliðinu. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, er spenntur fyrir leikmanninum.
„Ég veit að hann er leikmaður sem er með tækifæri til að fara enn lengra. Hann er með góða líkamsbyggingu miðað við að hann sé 16 ára. Það verður spennandi að sjá hann á æfingum núna. Við hjá félaginu höfum mikla trú á honum."
„Við erum að taka upp leikmenn sem við sjáum að eru að gera réttu hlutina á hverjum degi."
Athugasemdir