Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 08. febrúar 2024 12:35
Elvar Geir Magnússon
Óvænt yfirlýsing Ceferin - Ætlar að stíga af stóli 2027
Aleksander Ceferin við verðlaunaafhendingu i Meistaradeildinni.
Aleksander Ceferin við verðlaunaafhendingu i Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aleksander Ceferin, forseti UEFA fótboltasambands Evrópu, tilkynnti það óvænt í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri 2027.

„Ég hef ekki lengur í hyggju að bjóða mig fram áfram 2027. Ég verð í burtu frá fjölskyldu minni í þrjú ár í viðbót. Fjölskylda mín fékk að vita þessa ákvörðun fyrst," segir Ceferin.

Þessi tíðindi komu um klukkutíma eftir að Ceferin hafði fengið grænt ljós á að bjóða sig fram áfram á ársþingi UEFA í París 2027.

Enska fótboltasambandið hafði verið það eina sem kaus gegn því að leyfa breytingu á reglugerð svo Ceferin gæti boðið sig fram áfram.

„Dóttir mín sagði við mig að stundum héldi hún að ég væri persóna úr Hringadróttinssögu. En ég hef ekki áhuga á hringnum," segir Ceferin en í bókum JRR Tolkien gaf hringurinn eini vald yfir þeim sem báru hina hringana.

Ceferin segist hafa tekið þá ákvörðun fyrir hálfu ári að halda ekki áfram eftir 2027. Hann segist eiga fallegt líf innan fótboltans en einnig utan hans.
Athugasemdir
banner