Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mið 08. mars 2023 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég væri til í að hafa hann hjá Liverpool að eilífu"
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho var leiður að heyra fréttirnar um að landi sinn, Roberto Firmino, sé á förum frá Liverpool.

Það sagt frá því í síðustu viku að Firmino muni yfirgefa Liverpool þegar samningur hans rennur út í lok tímabils.

Hinn 31 árs gamli Firmino gekk í raðir Liverpool frá Hoffenheim fyir 29 milljónir punda í júní 2015. Hann hefur skorað 107 mörk í 353 leikjum í öllum keppnum, þar af tíu í 27 leikjum á þessu tímabili.

„Bobby er einstakur náungi og það líkar öllum við hann. Ég væri til í að hafa hann hjá Liverpool að eilífu," sagði Fabinho við ESPN í Brasilíu.

„Ég veit ekki hvort staðan geti breyst en við erum alltaf eitthvað að grínast í honum. Við þurfum að njóta þess að spila með honum á meðan við getum enn gert það."

Firmino hefur færst aftar í goggunarröðina eftir að Darwin Nunez og Cody Gakpo voru keyptir, en hann mun kveðja Liverpool sem goðsögn.
Athugasemdir
banner
banner