Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 08. apríl 2020 13:52
Elvar Geir Magnússon
Mourinho viðurkennir mistök
Davinson Sanchez og Ryan Sessegnon skokka í ansi mikilli nálægð.
Davinson Sanchez og Ryan Sessegnon skokka í ansi mikilli nálægð.
Mynd: Twitter
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að hafa haldið æfingu fyrir þrjá leikmenn sína í almenningsgarði.

Tanguy Ndombele, Davinson Sanchez og Ryan Sessegnon voru á æfingunni.

Mourinho viðurkennir mistök.

„Ég geri mér grein fyrir því að þessi æfing var ekki í samræmi við fyrirmæli yfirvalda. Það er mikilvægt að við séum öll að ganga í takt og fara eftir tilmælum stjórnvalda og aðstoða hetjurnar í heilbrigðisgeiranum sem eru að bjarga mannslífum," segir Mourinho.

Mirror segir að Mourinho hafi boðist til að aðstoða Ndombele við æfingar á meðan útgöngubann er á Bretlandseyjum. Þeir búa í sama hverfi.

Sanchez og Sessegnon búa rétt hjá og sáust skokka í mikilli nálægð. Tottenham hefur minnt leikmenn sína á fyrirmæli stjórnvalda á meðan kórónaveirufaraldurinn sé í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner