Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 08. apríl 2021 15:10
Elvar Geir Magnússon
„Óásættanlegt" að dómarar biðji um áritanir eða treyjur
Octavian Sovre.
Octavian Sovre.
Mynd: Getty Images
Roberto Rosetti, yfirmaður dómaramála hjá UEFA, hefur ritað bréf til dómara þar sem sagt er að dómurum sé bannað að biðja um eiginhandaráritanir eða treyjur hjá leikmönnum sem þeir dæma hjá.

Í bréfinu segir hann að þannig hegðun kasti rýrð á virðingu dómara og sé óásættanleg.

Það vakti athygli eftir leik Manchester City gegn Borussia Dortmund þegar rúmenski aðstoðardómarinn Octavian Sovre stöðvaði Erling Haaland í leikmannagöngunum og bað um eiginhandaráritun.

Síðan hefur verið gefið út að Sovre hafi fengið áritunina til að nota í gott málefni, til að styrkja miðstöð fyrir einhverfa.

Málið er í skoðun hjá UEFA en ólíklegt er að rúmensku dómararnir dæmi meira í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Ástæðan er þó fyrst og fremst sú hversu illa þeir dæmdu leikinn sjálfan.


Athugasemdir
banner