Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 08. maí 2022 15:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: mbl.is 
26 ár síðan einhver byrjaði betur í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað Íslandsmótið ótrúlega vel en hann er kominn með sex mörk eftir fyrstu fjóra leikina.


Víðir Sigurðsson hjá mbl.is vakti athygli á því að enginn hafi byrjað betur í efstu deild í 26 ár. Guðmundur Benediktsson, þáverandi leikmaður KR, skoraði sjö mörk í fyrstu fjórum leikjunum árið 1996.

Bjarni Guðjónsson skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur umferðunum fyrir ÍA sama ár.

Tveimur leikmönnum hefur tekist á skora sex mörk fyrir utan Ísak í fyrstu fjórum leikjunum frá árinu 1996 en það eru þeir Stein­grím­ur Jó­hann­es­son sem gerði það fyr­ir ÍBV árið 1999 og síðan Hilm­ar Árni Hall­dórs­son sem gerði það fyr­ir Stjörn­una árið 2018.

Ísak hrósaði Kristni Steindórssyni og Jasoni Daða Svanþórssyni, félögum sínum í fremstu víglínu eftir sigurinn gegn ÍA í gær.

„Mjög vel, við róterum mjög vel saman og þekkjum leikstílinn hjá hvor öðrum. Svo lengi sem það koma mörk er maður ánægður," sagði Ísak.


„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"
Athugasemdir
banner
banner
banner