Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað Íslandsmótið ótrúlega vel en hann er kominn með sex mörk eftir fyrstu fjóra leikina.
Víðir Sigurðsson hjá mbl.is vakti athygli á því að enginn hafi byrjað betur í efstu deild í 26 ár. Guðmundur Benediktsson, þáverandi leikmaður KR, skoraði sjö mörk í fyrstu fjórum leikjunum árið 1996.
Bjarni Guðjónsson skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur umferðunum fyrir ÍA sama ár.
Tveimur leikmönnum hefur tekist á skora sex mörk fyrir utan Ísak í fyrstu fjórum leikjunum frá árinu 1996 en það eru þeir Steingrímur Jóhannesson sem gerði það fyrir ÍBV árið 1999 og síðan Hilmar Árni Halldórsson sem gerði það fyrir Stjörnuna árið 2018.
Ísak hrósaði Kristni Steindórssyni og Jasoni Daða Svanþórssyni, félögum sínum í fremstu víglínu eftir sigurinn gegn ÍA í gær.
„Mjög vel, við róterum mjög vel saman og þekkjum leikstílinn hjá hvor öðrum. Svo lengi sem það koma mörk er maður ánægður," sagði Ísak.