Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 08. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimsmeistarinn búinn að fá nóg af Man Utd - „Drullið ykkur í burtu"
Boxarinn, Tyson Fury, er kominn með nóg af því að horfa á Manchester United spila og vill komu leikmönunum frá félaginu en hann fylgdist með liðinu tapa fyrir Brighton í gær, 4-0.

United hefur átt skelfilegt tímabil en liðið er nú í baráttu um Evrópudeildarsæti og datt þá út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og reið ekki feitum hesti í ensku bikarkeppnunum.

Liðið hefur boðið upp á karakterslausar frammistöður til þessa en vonast er eftir því að Erik ten Hag sé lausnin að betri framtíð.

Fury er heimsmeistari í þungavigt í boxi en hann lagði hanskana á hilluna á dögunum eftir að hafa unnið Dillian Whyte í apríl en hann fór í gegnum ferilinn án þess að tapa bardaga.

Hann er mikill stuðningsmaður United og fylgdist með leiknum í gær en hann tók reiði sína á Instagram og lét félagið heyra það.

„Þetta er sláandi. Við erum að eiga skelfileg tímabil. Núna má næsta tímabil bara hefjast," sagði Fury.

„Á ég að segja ykkur eitt? Ekkert pæla í því að Gypsy King hafi lagt hanskana á hilluna. Hvað segið þið, United? Af hverju fokking hættið þið ekki bara? Drullið ykkur í burtu" sagði og spurði öskuillur Fury um leikmenn liðsins í gær.
Athugasemdir
banner
banner