Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 08. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Alexander Aron: Hún er besti leikmaðurinn í deildinni
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður bara mjög vel og við vissum að við ættum þetta lið inni í liðinu. Þetta er búið að vera brekka í byrjun móts en við vissum að við ættum inni góðar frammistöður.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á Víkingi R. sem var með fullt hús stiga fyrir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Ertu ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir og þá sérstaklega í seinni hálfleik?

„Já og bara hugarfarið í leikmönnum. Við vorum ennþá að pressa í stöðunni 3-2. Mér langar að hrósa Víkingum. Mér finnst þetta fræabært félag kvenna meginn. Það er búið að setja mikið í þetta lið og umgjörðin var flott. Maður verður bara að hrósa stjórninni hjá Víking, það er ótrúlega flott að koma hérna og bara mikill heiður. Ég varð að segja þetta.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast frá upphafi til enda?

„Þetta var leikur hjá tveim mjög góðum liðum. Mér fannst við hafa betur í baráttunni í dag og mér fannst við leggja meira í leikinn. Við erum búnar að vera rotaðar í byrjun sumars og þarna loksins vöknuðum við úr rotinu þannig ég er mjög sáttur.“

Hildur skoraði tvö í dag, ertu ekki ánægður með framlagið hennar í dag?

„Hildur er bara að mínu mati besti leikmaðurinn í þessari deild, það er ekki flóknara en það. Ég þori alveg að setja þessa pressu á hana, hún er það góð og þegar hún spilar eins og hún gerði á miðjunni í dag eiga fáir roð í hana í þessari deild. Það þarf síðan bara að virkja hana í næstu leiki.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-2 sigur á móti Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner