Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 08. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Alexander Aron: Hún er besti leikmaðurinn í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður bara mjög vel og við vissum að við ættum þetta lið inni í liðinu. Þetta er búið að vera brekka í byrjun móts en við vissum að við ættum inni góðar frammistöður.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á Víkingi R. sem var með fullt hús stiga fyrir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Ertu ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir og þá sérstaklega í seinni hálfleik?

„Já og bara hugarfarið í leikmönnum. Við vorum ennþá að pressa í stöðunni 3-2. Mér langar að hrósa Víkingum. Mér finnst þetta fræabært félag kvenna meginn. Það er búið að setja mikið í þetta lið og umgjörðin var flott. Maður verður bara að hrósa stjórninni hjá Víking, það er ótrúlega flott að koma hérna og bara mikill heiður. Ég varð að segja þetta.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast frá upphafi til enda?

„Þetta var leikur hjá tveim mjög góðum liðum. Mér fannst við hafa betur í baráttunni í dag og mér fannst við leggja meira í leikinn. Við erum búnar að vera rotaðar í byrjun sumars og þarna loksins vöknuðum við úr rotinu þannig ég er mjög sáttur.“

Hildur skoraði tvö í dag, ertu ekki ánægður með framlagið hennar í dag?

„Hildur er bara að mínu mati besti leikmaðurinn í þessari deild, það er ekki flóknara en það. Ég þori alveg að setja þessa pressu á hana, hún er það góð og þegar hún spilar eins og hún gerði á miðjunni í dag eiga fáir roð í hana í þessari deild. Það þarf síðan bara að virkja hana í næstu leiki.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-2 sigur á móti Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner