Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 08. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Alexander Aron: Hún er besti leikmaðurinn í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður bara mjög vel og við vissum að við ættum þetta lið inni í liðinu. Þetta er búið að vera brekka í byrjun móts en við vissum að við ættum inni góðar frammistöður.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á Víkingi R. sem var með fullt hús stiga fyrir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Ertu ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir og þá sérstaklega í seinni hálfleik?

„Já og bara hugarfarið í leikmönnum. Við vorum ennþá að pressa í stöðunni 3-2. Mér langar að hrósa Víkingum. Mér finnst þetta fræabært félag kvenna meginn. Það er búið að setja mikið í þetta lið og umgjörðin var flott. Maður verður bara að hrósa stjórninni hjá Víking, það er ótrúlega flott að koma hérna og bara mikill heiður. Ég varð að segja þetta.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast frá upphafi til enda?

„Þetta var leikur hjá tveim mjög góðum liðum. Mér fannst við hafa betur í baráttunni í dag og mér fannst við leggja meira í leikinn. Við erum búnar að vera rotaðar í byrjun sumars og þarna loksins vöknuðum við úr rotinu þannig ég er mjög sáttur.“

Hildur skoraði tvö í dag, ertu ekki ánægður með framlagið hennar í dag?

„Hildur er bara að mínu mati besti leikmaðurinn í þessari deild, það er ekki flóknara en það. Ég þori alveg að setja þessa pressu á hana, hún er það góð og þegar hún spilar eins og hún gerði á miðjunni í dag eiga fáir roð í hana í þessari deild. Það þarf síðan bara að virkja hana í næstu leiki.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-2 sigur á móti Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner