Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. júní 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt treyjunúmer Mac Allister opinberað
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister er orðinn leikmaður Liverpool en hann gekk í raðir félagsins í dag frá Brighton.

Liverpool virkjaði klásúlu í samningi Mac Allister hjá Brighton og kaupir hann á 35 milljónir punda, sem er í raun gjöf en ekki gjald fyrir þennan öfluga miðjumann.

Samningur Mac Allister hjá Liverpool gildir til ársins 2028, þetta er fimm ára samningur.

Mac Allister er kominn með treyjunúmer hjá Liverpool en hann verður númer 10 hjá félaginu.

Það hafa ansi góðir leikmenn verið með þetta númer hjá Liverpool en síðastur til að vera með þetta númer á bakinu hjá félaginu var Sadio Mane. Þar áður var það Philippe Coutinho en þeir voru báðir ansi góðir fyrir félagið.

Á undan þeim voru Joe Cole og Andriy Voronin með númerið, en þeir voru ekki eins góðir fyrir Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner