Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 05. júní 2025 11:15
Elvar Geir Magnússon
Hampden Park
Logi á leið til Tyrklands - „Ógeðslega spennandi skref“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson mun yfirgefa Noreg þegar sumarglugginn opnast en Strömsgodset hefur gert samkomulag við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu.

Samsunspor endaði í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar og mun því fara í umspil um að spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Félagaskiptin eru á lokastigi og aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.

Logi spjallaði við Fótbolta.net í Skotlandi þar sem hann er í landsliðshópnum sem er að fara að mæta Skotum og Norður-Írum í vináttulandsleikjum. Logi segist ekki hafa búist við því að vera að fara að spila í tyrknesku deildinni.

„Maður bjóst ekki við því. Þeir eru að spila í Evrópu á næsta ári. Þetta er ógeðslega spennandi skref og spennandi deild. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta í Tyrklandi og ég held að þetta muni þroska mig sem leikmaður og persóna. Ég er spenntur fyrir því að spila í Tyrklandi," segir Logi.

„Þeir eru með stóran hóp og náðu að klára þriðja sætið í lokin. Það er umspil fyrir Evrópudeildina þannig að þetta er spennandi. Það var kominn tími á þetta skref."

Það fer vel um íslensku landsliðsmennina í Skotlandi eins og kemur fram kemur í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan. Við hótel liðsins er golfvöllur sem Logi hefur nýtt sér þegar tími gefst. Leikur Skotlands og Íslands verður annað kvöld á Hampden Park.
Athugasemdir