Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 05. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hörður Björgvin himinglaður - „Maður sá ekki til sólar og það var mjög dimmt yfir“
Hörður á æfingu landsliðsins í Skotlandi.
Hörður á æfingu landsliðsins í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Hörður gæti spilað sinn 50. landsleik á föstudaginn.
Hörður gæti spilað sinn 50. landsleik á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli og er í landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum. Hörður hefur ekki spilað landsleik síðan í september 2023 en gæti spilað sinn 50. leik á föstudaginn, þegar Skotland og Ísland mætast í Glasgow.

„Það er mjög góð tilfinning að vera mættur aftur og maður er þakklátur eftir allan þennan tíma að fá tækifæri til að stíga aftur á fótboltavöllinn. Ég er himinglaður," segir Hörður en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Skotlandi.

„Ég er búinn að ganga í gegnum langan og erfiðan tíma. Ég þurfti að fara í aðra aðgerð því sú fyrri gekk ekki vel. Seinni aðgerðin tókst rosalega vel og allt lagað sem þurfti að laga og hér er ég í dag og geng glaður um."

Hörður sleit krossband í hné og varð síðan fyrir bakslagi. Hann viðurkennir að þessi erfiði tími hafi tekið á andlega.

„Heldur betur. Maður sá ekki til sólar og það var mjög dimmt yfir manni. Ég hafði samt marga góða að sem hjálpuðu mér helling að komast í gegnum þetta allt. Hausinn á mér er sterkur og ég vissi að ljósið myndi koma."

Hörður hefur getað æft að fullu í um þrjá mánuði og kom við sögu með Panathinaikos í lokaumferð grísku deildarinnar en hann lék síðustu tólf mínúturnar gegn Olympiakos í síðasta mánuði. Mikið hefur verið rætt um skort á varnarmönnum í íslenska landsliðinu og Hörður segist klár í að spila í komandi landsleikjum.

„Annars væri ég ekki hér. Ég er 100% klár og ef kallið kemur og ég fæ mínútur þá tek ég þær. Ég er hér og að æfa á fullu svo ég gef kost á mér."

Útilokar að koma til Íslands
Samningur Harðar við Panathinaikos er runninn út og hann hefur yfirgefið félagið. Hann er því félagslaus og eðlilegt að spyrja hvar hann verði á næsta tímabili?

„Ég útiloka það allavega að koma til Íslands," segir Hörður og brosir. „Ég veit að Framarar hafa áhuga. Ég er 32 ára og í toppstandi. Ég á nokkur ár eftir og líður vel, ég ætla að reyna að halda mér erlendis."

Hörður segir möguleika á því að hann verði áfram í Grikklandi en hægt er að horfa á viðtalið í heild hér að ofan. Þar tjáir Hörður sig meðal annars um Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfara og um spennuna fyrir því að vera aftur með íslenska landsliðinu á leikdegi.
Athugasemdir
banner