Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   fim 08. júní 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli spáir í 6. umferð Lengjudeildairnnar
Lengjudeildin
Á landsliðsæfingu í gær.
Á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallið ykkur yfir boltann!
Hallið ykkur yfir boltann!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sjötta umferðin í Lengjudeildinni hefst í kvöld og lýkur svo á laugardag. Landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gunnari Birgissyni sem var með þrjá rétta í síðustu umferð.

Njarðvík 3 - 1 Selfoss (19:15 í kvöld)
Þetta verður alvöru baráttuleikur, hef spilað nokkrum sinnum á Rafholtsvellinum og hef alltaf farið útklóraður og með marbletti þaðan. Marc Mcausland er búinn að finna uppá nýju vökvunarkerfi til að laga vellina á Íslandi og hann vökvar völlinn óaðfinnanlega fyrir leik og það skilar 3 stigum.

Fjölnir-Grótta 2-1 (19:15 í kvöld)
Máni Austmann er búinn að aflita sig, þarf að segja eitthvað meira eða?

Ægir 0 - 2 ÍA (19:15 á morgun)
Það verða bara skoruð ljót mörk í þessum leik því miður, jafnvel eitt mark beint úr horni. ÍA með lífsnauðsynlegan sigur þarna.

Afturelding 3 - 1 Vestri (14:00 á laugardag)
Hitti Ásgeir Frank í padel í vikunni, hef ekki séð jafn stóran mann með svona liprar hreyfingar. Nema kannski vintage Orra Eiríks í futsal. Afturelding skorar 5 mörk en 2 verða dæmt af. Þetta jafnast alltaf út nefnilega

Leiknir 3 - 0 Grindavík (14:00 á laugardag)
Árni Elvar, Daði Bærings, Danni Finns og Viktor Freyr upplifðu kraftaverk seinustu helgi í Horsens. Ég fæ að upplifa kraftaverk á laugardaginn því Árni og Daði skora báðir í þessum leik! Síðan vona ég svo innilega að Helgi Sig öskri sína setningu inná í þessum leik “strákar þið verðið að halla ykkur yfir boltann”. Þetta er mín versta martröð fyrir framherja að fá þessa setningu eftir að hafa settann yfir markið. Bjarki og Dagur Austmann fá knús fyrir leik en nokkrar sleggjur úr stúkunni frá mér á meðan leik stendur.

Þróttur 2 - 2 Þór (15:00 á laugardag)
Lifi Þróttur vs Deyja fyrir klúbbinn. Ekki hægt að gera upp á milli þessara setninga. Fjörugt jafntefli. Kemur rautt spjald í þessum leik.

Fyrri spámenn:
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner