Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 05. maí 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir Snær spáir í 1. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin skorar fimm og fær svo rautt spjald.
Gary Martin skorar fimm og fær svo rautt spjald.
Mynd: Selfoss
Lengjudeildin hefst í kvöld með látum. Það eru fimm leikir á dagskrá klukkan 19:15 og klárast umferðin svo á Akureyri á morgun.

Birnir Snær Ingason, sem hefur byrjað tímabilið í Bestu deildinni frábærlega, spáir í umferðina sem er framundan.

ÍA 1 - 0 Grindavík (19:15 í kvöld)
Verður stál í stál dæmi, ekki mikið af mörkum en Skagamenn klára þetta 1-0.

Grótta 2 - 1 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Grótta vinnur 2-1 í hörkuleik.

Ægir 0 - 7 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Fjölnismenn byrja mótið sterkt og gefa tóninn snemma. Þetta endar 7-0 fyrir Fjölni þar sem marbletturinn Júlíus Mar verður í aðalhlutverki og setur fimm mörk, hanskahólfið setur einnig tvennu með stóra enninu á sér. Axel Freyr með sjö stoðsendingar. Bæklingurinn gæti reyndað potað inn 2-3 líka þannig sigurinn gæti orðið ennþá stærri.

Þróttur R. 0 - 2 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Leiknir vinnur þennan leik, barberinn Kaj Leo klárar þetta með tveimur mörkum.

Selfoss 5 - 5 Afturelding (19:15 í kvöld)
Gary Martin setur fimm en Afturelding svarar með fimm mörkum. Gary sækir síðan rautt spjald á 90. mínútu því hann er með prump í kollinum.

Þór 1 - 2 Vestri (14:00 á morgun)
Vestri sækir góðan 1-2 sigur með marki á lokamínutunni í hörkuleik.'

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 1. sæti
Innkastið - Ferskir vindar verða fárviðri og Lengjuspáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner