Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. maí 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó spáir í 2. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur fagnar marki með Grindavík í fyrstu umferðinni.
Guðjón Pétur fagnar marki með Grindavík í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, var með tvo rétta þegar hann spáði í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í síðustu viku.

Önnur umferð deildarinnar hefst í kvöld en við fengum Aron Jóhannsson, miðjumann Fram, til að spá í leikina sem eru framundan í þeirri umferð.

Njarðvík 3 - 1 Ægir (19:15 í kvöld)
Ef Ægismenn setja Stefán í rammann hjá sér fer þessi 0-1, ef ekki þá fer illa. Marc McAusland hættir ekki að skora og setur tvö.

Fjölnir 2 - 1 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Gæðin í leiknum munu aukast töluvert eftir hann var færður í Egilshöllina og við skulum vona að það kosti ekki krossband þetta kvöldið. Sam Hewson skorar eftir geggjaðan undirbúning frá Aroni Snæ en það mun ekki duga fyrir Þróttara.

Grindavík 2 - 0 Grótta (19:15 á morgun)
Helgi Sig elskar að vinna í þessari deild og Guðjón Pétur kann ekki að tapa. Virkilega skemmtilegt lið Gróttu fær ensku útgáfuna af “við verðum að matcha þá í baráttunni” frá Chris Brazell en megnið af ungu strákunum munu ekki skilja hann og tapast því leikurinn.

Leiknir R. 4 - 1 Selfoss (19:15 á morgun)
Leiknir eru með spennandi project í gangi og Sindri Björns er arkitektinn. Selfoss menn hljóta að vera með alvöru rútu, ef svo er verður ferðin heim ekki alveg jafn leiðinleg.

Afturelding 3 - 2 Þór (19:30 á morgun)
Ef þig langar að horfa á fallegan fótbolta þá mætirðu á þennan leik eða stillir inn á YouTube. Afturelding verður 70% með boltann og skorar Arnór Gauti fullkomna þrennu. Þór nær að bíta aðeins frá sér í lokin en ná samt ekki að gera þetta spennandi, sorry Orri.

Vestri 2 - 1 ÍA (14:00 á laugardaginn)
Hátt, langt, tæklingar, öskur og læti. Allir sem elska gamla skólann verða að horfa á þennan. ÍA brenndi sig á því að reyna að spila boltanum á ónýtum velli í fyrstu umferð, því verður kastað út um gluggann á leiðinni vestur því þeir eru að fara mæta særðu liði Davíðs Smára og þú mætir ekki með eitthvað fancy kjaftæði þangað.

Fyrri spámenn:
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner