Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham vann fleiri Evrópuleiki en deildarleiki á tímabilinu
Mynd: EPA
West Ham varð í gær Sambandsdeildarmeistari eftir sigur á Fiorentina í úrslitaleik. Tímabilið hjá West Ham hefur ekki verið frábært heima á Englandi en gott gengi í Evrópu lætur tímabilið líta mun betur út.

Hamrarnir voru lengi vel í fallbaráttu og enduðu að lokum í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

Það sem er athyglisvert við árangur liðsins í Sambandsdeildinni er að liðið vann fleiri leiki í þeirri keppni en í úrvalsdeildinni. West Ham vann 12 Evrópuleiki (af 13) á tímabilinu en einungis 11 leiki í úrvalsdeildinni (af 38).

Með leikjunum tvemur í forkeppni Sambandsdeildarinnar vann liðið alls fjórtán Evrópuleiki. Liðið gerði eingunsi eitt jafntefli á allri leið sinni að titlinum.

Það kemur kannski ekki á óvart að þetta hefur aldrei gerst áður hjá ensku liði; aldrei hefur liðið unnið fleiri Evrópuleiki en deildarleiki á einu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner