Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 08. júlí 2020 21:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fékk Gróttu í heimsókn á Extra völlinn nú í kvöld í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla. Bæði lið höfðu fyrir leikinn einungis eitt stig og vermdu tvö neðstu sætin og fór svo að Grótta fór með sigurinn af hólmi.
„Fyrstu viðbrögð eru bara mikil vonbrigði, við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli af spræku Gróttu liði, frammistaðan okkar bara slök heilt yfir og bara mikil vonbrigði með daginn í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við missum þá aðeins frá okkur og enn meira þegar seinna markið kemur, frekar ódýrt en engu að síður að ef þú horfir yfir leikinn að þá vildi Grótta þetta bara meira og voru sprækari, grimmari og ákveðnari og eiga þennan sigur bara skilið."

Það er ekki bjart yfir Fjölnismönnum þessa stundina en þetta voru heldur dýr stig í súginn í kvöld.
„ Brekkan er brött, við erum kannski bara á þeim stað sem okkur var spáð fyrir mót og það þarf ekki að koma neinum á óvart og er ekkert sjokk en við vitum að við getum betur og framundan eru fullt af stigum í pottinum, fullt af leikjum og framundan eigum við vonandi bara skemmitlegt sumar og við þurfum bara að rífa okkur upp." 

Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli á upphafsmínútum seinni hálfleik en Ási viðurkenndi að það væri tvísýnt hvort hann hefði átt að fara útaf í hálfleik.
„Höfuðhögg, við vorum að meta þetta inni í hálfleiknum hvort hann treysti sér til þess að vera áfram og þetta var svona 50/50 en svo kom það bara strax í ljós um leið og leikurinn byrjaði að þá vorum við bara fljótir að kippa honum út, hann var ekki alveg í lagi eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik." 

Hallvarður Sigurðarson hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum en Ási er vongóður um að hann snúi fljótt tilbaka.
„Við eigum hann inni og það styttist í hann og vonandi að hann nái að koma inní þetta í þessum mánuði allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner