Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 08. júlí 2020 21:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fékk Gróttu í heimsókn á Extra völlinn nú í kvöld í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla. Bæði lið höfðu fyrir leikinn einungis eitt stig og vermdu tvö neðstu sætin og fór svo að Grótta fór með sigurinn af hólmi.
„Fyrstu viðbrögð eru bara mikil vonbrigði, við erum bara niðurlægðir hérna á okkar heimavelli af spræku Gróttu liði, frammistaðan okkar bara slök heilt yfir og bara mikil vonbrigði með daginn í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við missum þá aðeins frá okkur og enn meira þegar seinna markið kemur, frekar ódýrt en engu að síður að ef þú horfir yfir leikinn að þá vildi Grótta þetta bara meira og voru sprækari, grimmari og ákveðnari og eiga þennan sigur bara skilið."

Það er ekki bjart yfir Fjölnismönnum þessa stundina en þetta voru heldur dýr stig í súginn í kvöld.
„ Brekkan er brött, við erum kannski bara á þeim stað sem okkur var spáð fyrir mót og það þarf ekki að koma neinum á óvart og er ekkert sjokk en við vitum að við getum betur og framundan eru fullt af stigum í pottinum, fullt af leikjum og framundan eigum við vonandi bara skemmitlegt sumar og við þurfum bara að rífa okkur upp." 

Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli á upphafsmínútum seinni hálfleik en Ási viðurkenndi að það væri tvísýnt hvort hann hefði átt að fara útaf í hálfleik.
„Höfuðhögg, við vorum að meta þetta inni í hálfleiknum hvort hann treysti sér til þess að vera áfram og þetta var svona 50/50 en svo kom það bara strax í ljós um leið og leikurinn byrjaði að þá vorum við bara fljótir að kippa honum út, hann var ekki alveg í lagi eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik." 

Hallvarður Sigurðarson hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum en Ási er vongóður um að hann snúi fljótt tilbaka.
„Við eigum hann inni og það styttist í hann og vonandi að hann nái að koma inní þetta í þessum mánuði allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner