"Ég er mjög svekktur, mér fannst við spila alveg ágætlega og erum með yfirhöndina og svo fáum við á okkur tvö gefins mörk finnst mér," sagði Damir Muminovic eftir svakalegan leik gegn FH í 5. umferð Pepsi-Max deildar karla sem endaði með 3-3 jafntefli.
Damir fékk á sig vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Blikum og vafasamt mark í stöðunni 2-1 fyrir Blikum, var þetta víti og átti annað markið að standa?
„Mér fannst þetta vera bara algjört kjaftæði, gaurinn hoppar tvo metra upp í loftið og hendir sér niður og mér finnst eins og það sé mjög auðvelt að dæma víti á okkur og mér finnst þetta vera mjög skrítin ákvörðun hjá dómaranum, bæði það og í öðru markinu þá er boltinn meter fyrir utan en vel gert hjá Jónatan að setja boltann inn á."
Damir fékk á sig vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Blikum og vafasamt mark í stöðunni 2-1 fyrir Blikum, var þetta víti og átti annað markið að standa?
„Mér fannst þetta vera bara algjört kjaftæði, gaurinn hoppar tvo metra upp í loftið og hendir sér niður og mér finnst eins og það sé mjög auðvelt að dæma víti á okkur og mér finnst þetta vera mjög skrítin ákvörðun hjá dómaranum, bæði það og í öðru markinu þá er boltinn meter fyrir utan en vel gert hjá Jónatan að setja boltann inn á."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 3 FH
Fannst Damir þetta vera sanngjörn niðurstaða?
„Nei mér fannst það ekki þar sem mér fannst dómarinn gefa þeim tvö mörk, ég verð að passa mig að segja ekki neina vitleysu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir