Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 08. júlí 2020 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fótboltaveisla á Kópavogsvelli
Mikkelsen skoraði tvö.
Mikkelsen skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann var öflugur í liði FH.
Þórir Jóhann var öflugur í liði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 3 FH
0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson ('22 )
1-1 Kristinn Steindórsson ('27 )
2-1 Thomas Mikkelsen ('33 )
2-2 Atli Guðnason ('48 )
3-2 Thomas Mikkelsen ('58 )
3-3 Steven Lennon ('67 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Hann var frábær leikurinn, þegar Breiðablik tók á móti FH á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn hófst klukkan 20:15 og var spilað í kvöldblíðunni.

Um miðbik fyrri hálfleiks komust gestirnir úr Hafnarfirði yfir þegar vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi skoraði eftir frábæran undirbúning frá Þóri Jóhanni Helgasyni.

Blikar voru hins vegar ekki lengi að jafna því Kristinn Steindórsson skoraði fimm mínútum síðar gegn sínum gömlu félögum. Það var skrifað í skýin að Kristinn myndi skora. Blikar komust svo yfir sex mínútum síðar þegar Thomas Mikkelsen kláraði ótrúlega vel eftir fyrirgjöf Davíðs Ingvarssonar. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir heimamenn.

Í byrjun seinni hálfleiks jafnaði Atli Guðnason fyrir FH, en heimamenn voru ekki ánægðir því þeir vildu meina að boltinn hefði verið farinn út af í aðdragandanum. Mikið vafaatriði en markið var gott og gilt að mati dómarana.

Það var mikill hraði í þessum leik og komust Blikar aftur yfir tíu mínútum síðar. Aftur var Thomas Mikkelsen á ferðinni; hver annar? Elfar Freyr Helgason átti 'no-look- sendingu inn fyrir vörnina á Brynjólf sem átti skot sem Gunnar varði. Boltann féll þá fyrir fætur Mikkelsen sem skoraði.

Fjörið var hins vegar ekki búið því FH fékk víti á 65. mínútu þegar Þórir Jóhann fiskaði víti á Damir Muminovic. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum undir lokin og fékk Baldur Logi Guðlaugsson, ungur leikmaður FH, algjört dauðafæri. Skot hans var hins vegar beint á Anton Ara í marki Blika. Heimamenn vildu þá fá vítaspyrnu í uppbótartíma, hendi á Guðmund Kristjánsson, en ekkert var dæmt.

Lokatölur 3-3 í þessum stórkostlega leik. „Gjörsamlega geggjuðum leik lokið hér á Kópavogsvelli, sex mörk og þvílik dramatík," skrifaði Arnar Laufdal þegar hann lauk textalýsingu sinni í kvöld.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 11 stig, en FH er í fimmta sætinu með sjö.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Valur skoraði fimm á Víkingsvelli
Pepsi Max-deildin: Fyrsti sigur Gróttu í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner