Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 08. júlí 2020 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsti sigur Gróttu í efstu deild
Grótta náði í sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni.
Grótta náði í sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Atli jafnaði fyrir HK af vítapunktinum.
Atli jafnaði fyrir HK af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vann sinn fyrsta sigur í efstu deild þegar liðið mætti FJölni í nýliðaslag í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus. Eftir 13 mínútur í seinni hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði þá eftir sendingu frá Kristófer Orra Péturssyni. Tíu mínútum síðar komst Grótta í 2-0.

„Grótta tvöfaldar forystuna! Óliver Dagur með aukaspyrnu utan af velli beint á kollinn á Halldóri Kristjáni sem var aleinn inn á teig!" skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu.

Pétur Theódór Árnason gekk svo frá leiknum á 76. mínútu. Lokatölur 3-0 og fyrsti sigur Gróttu í efstu deild staðreynd. Grótta hefur fjögur stig í tíunda sæti. Fjölnir er á botninum með eitt stig.

HK fór heim með stig af Skaganum
ÍA burstaði Val síðastliðið föstudagskvöld á Hlíðarenda, 1-4. Í kvöld tóku gulir og glaðir Skgamenn á móti HK upp á Skaga og var niðurstaðan jafntefli.

ÍA komst tvisvar yfir í leiknum, en HK gafst ekki upp og jafnaði í bæði skiptin. Óttar Bjarni Guðmundsson kom ÍA í 1-0 í fyrri hálfleik en stuttu síðar jafnaði Valgeir Valgeirsson, mikilvægasti leikmaður HK. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir á 66. mínútu, en tólf mínútum síðar jafnaði Atli Arnarson úr vítaspyrnu. Fram kemur í textalýsingu að síðara mark ÍA hafi lyktað vel af rangstöðu.

Lokatölur á Akranesi 2-2. ÍA er með sjö stig í fjórða sæti. HK-ingar hafa fimm stig í áttunda sæti.

Fjölnir 0 - 3 Grótta
0-1 Karl Friðleifur Gunnarsson ('58 )
0-2 Halldór Kristján Baldursson ('68 )
0-3 Pétur Theódór Árnason ('76 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 2 - 2 HK
1-0 Óttar Bjarni Guðmundsson ('33 )
1-1 Atli Arnarson ('43 )
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('66 )
2-2 Atli Arnarson ('78 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Valur skoraði fimm á Víkingsvelli
Athugasemdir
banner
banner