Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 08. júlí 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Natasha yfirgefur Brann og heldur heim til Íslands (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norska félagið Brann kvaddi í dag Natöshu Anasi en hún hefur verið leikmaður liðsins í eitt og hálft ár. Sagt er að hún sé að flytja heim til Íslands, til fjölskyldu sinnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Natasha á leið í Val og verður kynnt þar fljótlega.

Natasha varð formlega leikmaður Brann 1. janúar 2023 en varð fyrir því óláni að slíta hásin skömmu eftir komu sína.

Fyrsta tímabilið var hún því lítið með, en hún kom við sögu í þremur leikjum í deildinni og fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði hún eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Markið kom í 1-2 sigri á austurríska liðinu St. Pölten sem sló einmitt Val út í forkeppninni síðasta haust. Það var fyrsti leikur Natöshu eftir meiðsli, hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið.

Á þessu tímabili kom hún við sögu í níu deildarleikjum, þar af átta sem varamaður.

Íslenska landsliðskonan heldur nú til Íslands. „Ég vil bara segja að ég er ótrúlega þakklát fyrir tíma minn hér. Ég hef lært svo mikið og vaxið gríðarlega bæði sem leikmaður og manneskja. Ég vil þakka leikmönnunum, félaginu og stuðningsmönnum fyrir hvernig þeir tóku á móti mér og litlu fjölskyldunni minni frá fyrsta degi. Það hefur verið draumur að vera hluti af þessari ótrúlega ferðalagi og öllu því sem við höfum áorkað. Nú hlakka ég til að flytja heim til Íslands til að vera nær fjölskyldu minni og vinum," segir hún í tilkynningu Brann.

„Í langan tíma hefur Natasha lýst yfir söknuði til dóttur sinnar og fjölskyldu sem býr á Íslandi. Í millitíðinni hefur hún verið 100 prósent einbeitt að Brann og hversdagslífinu hér. Samt var löngunin til að snúa aftur til Íslands, sameinast fjölskyldunni og klára fótboltaferilinn þar mjög sterk. Natasha er frábær manneskja og leiðtogi sem okkur hefur líkað mjög vel. Við óskum henni góðs gengis bæði á vellinum og í lífinu í framtíðinni og hún er hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar," segir Aleksander Olsen sem er yfirmaður íþróttamála hjá Brann.

Natasha er 32 ára og á að baki fimm leiki fyrir Ísland. Hún hefur leikið með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner