Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 08. ágúst 2021 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Siggi Höskulds: Ekkert eðlilega stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfinning og frábær leikur af okkar hálfu. Ég er ekkert eðlilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Sigurður gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið í leiknum í dag.

„Við erum með gríðarlega jafnan og sterkan hóp. Einhvernvegin er enginn fílíngur að menn myndu gera eitthvað annað en að stíga upp. Ég er virkilega ánægður með liðið."

„Við komumst í fullt af sénsum. Fílingurinn var sá að við myndum ná að breika á þá og setja mark og það kom. Það var virkilega vel gert hjá Manga," sagði Sigurður aðspurður hvort hann hafi verið orðinn óþolinmóður að sjá fyrsta mark leiksins en Leiknir hafði fengið nokkur fín tækifæri fyrr í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Leiknis eftir að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sigurður viðurkennir að hann þurfi að breyta áherslum í leik liðsins í kjölfarið.

„Við lögðum leikinn vel upp og strákarnir voru ótrúlega fókuseraðir á það sem við ætluðum að gera," sagði Siggi, en er Leiknir búnir að bjarga sér frá falli?

„Það er erfitt að fá þessa spurningu. Við erum að horfa fram á við og horfa á frammistöðuna og þá koma stigin," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner