„Þetta er frábær tilfinning og frábær leikur af okkar hálfu. Ég er ekkert eðlilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 1-0 sigur liðsins á Val í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Valur
Sigurður gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið í leiknum í dag.
„Við erum með gríðarlega jafnan og sterkan hóp. Einhvernvegin er enginn fílíngur að menn myndu gera eitthvað annað en að stíga upp. Ég er virkilega ánægður með liðið."
„Við komumst í fullt af sénsum. Fílingurinn var sá að við myndum ná að breika á þá og setja mark og það kom. Það var virkilega vel gert hjá Manga," sagði Sigurður aðspurður hvort hann hafi verið orðinn óþolinmóður að sjá fyrsta mark leiksins en Leiknir hafði fengið nokkur fín tækifæri fyrr í leiknum.
Þetta var fyrsti leikur Leiknis eftir að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sigurður viðurkennir að hann þurfi að breyta áherslum í leik liðsins í kjölfarið.
„Við lögðum leikinn vel upp og strákarnir voru ótrúlega fókuseraðir á það sem við ætluðum að gera," sagði Siggi, en er Leiknir búnir að bjarga sér frá falli?
„Það er erfitt að fá þessa spurningu. Við erum að horfa fram á við og horfa á frammistöðuna og þá koma stigin," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir