Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   sun 08. ágúst 2021 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Siggi Höskulds: Ekkert eðlilega stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfinning og frábær leikur af okkar hálfu. Ég er ekkert eðlilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Sigurður gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið í leiknum í dag.

„Við erum með gríðarlega jafnan og sterkan hóp. Einhvernvegin er enginn fílíngur að menn myndu gera eitthvað annað en að stíga upp. Ég er virkilega ánægður með liðið."

„Við komumst í fullt af sénsum. Fílingurinn var sá að við myndum ná að breika á þá og setja mark og það kom. Það var virkilega vel gert hjá Manga," sagði Sigurður aðspurður hvort hann hafi verið orðinn óþolinmóður að sjá fyrsta mark leiksins en Leiknir hafði fengið nokkur fín tækifæri fyrr í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Leiknis eftir að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sigurður viðurkennir að hann þurfi að breyta áherslum í leik liðsins í kjölfarið.

„Við lögðum leikinn vel upp og strákarnir voru ótrúlega fókuseraðir á það sem við ætluðum að gera," sagði Siggi, en er Leiknir búnir að bjarga sér frá falli?

„Það er erfitt að fá þessa spurningu. Við erum að horfa fram á við og horfa á frammistöðuna og þá koma stigin," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir