Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 08. ágúst 2021 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Siggi Höskulds: Ekkert eðlilega stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfinning og frábær leikur af okkar hálfu. Ég er ekkert eðlilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Sigurður gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið í leiknum í dag.

„Við erum með gríðarlega jafnan og sterkan hóp. Einhvernvegin er enginn fílíngur að menn myndu gera eitthvað annað en að stíga upp. Ég er virkilega ánægður með liðið."

„Við komumst í fullt af sénsum. Fílingurinn var sá að við myndum ná að breika á þá og setja mark og það kom. Það var virkilega vel gert hjá Manga," sagði Sigurður aðspurður hvort hann hafi verið orðinn óþolinmóður að sjá fyrsta mark leiksins en Leiknir hafði fengið nokkur fín tækifæri fyrr í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Leiknis eftir að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sigurður viðurkennir að hann þurfi að breyta áherslum í leik liðsins í kjölfarið.

„Við lögðum leikinn vel upp og strákarnir voru ótrúlega fókuseraðir á það sem við ætluðum að gera," sagði Siggi, en er Leiknir búnir að bjarga sér frá falli?

„Það er erfitt að fá þessa spurningu. Við erum að horfa fram á við og horfa á frammistöðuna og þá koma stigin," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner