Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   sun 08. ágúst 2021 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Siggi Höskulds: Ekkert eðlilega stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfinning og frábær leikur af okkar hálfu. Ég er ekkert eðlilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

Sigurður gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið í leiknum í dag.

„Við erum með gríðarlega jafnan og sterkan hóp. Einhvernvegin er enginn fílíngur að menn myndu gera eitthvað annað en að stíga upp. Ég er virkilega ánægður með liðið."

„Við komumst í fullt af sénsum. Fílingurinn var sá að við myndum ná að breika á þá og setja mark og það kom. Það var virkilega vel gert hjá Manga," sagði Sigurður aðspurður hvort hann hafi verið orðinn óþolinmóður að sjá fyrsta mark leiksins en Leiknir hafði fengið nokkur fín tækifæri fyrr í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Leiknis eftir að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sigurður viðurkennir að hann þurfi að breyta áherslum í leik liðsins í kjölfarið.

„Við lögðum leikinn vel upp og strákarnir voru ótrúlega fókuseraðir á það sem við ætluðum að gera," sagði Siggi, en er Leiknir búnir að bjarga sér frá falli?

„Það er erfitt að fá þessa spurningu. Við erum að horfa fram á við og horfa á frammistöðuna og þá koma stigin," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner