Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   mán 08. ágúst 2022 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst sigurinn verðskuldaður - „Níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu"
Ánægður í leikslok
Ánægður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara rosalega vel með þetta. Þetta eru sætustu sigrarnir: að vinna með marki í restina eftir að hafa lagt á sig rosalega mikla vinnu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Við vorum með töluverða yfirburði fannst mér í fyrri hálfleik en svo missum við Patrik út af í byrjun seinni hálfleiks og þá riðlast aðeins hjá okkur og Leiknismenn komast meira inn í leikinn, skapa sér færi og Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel. Við fengum líka mjög hættulegar skyndisóknir, hefðum getað skorað fleiri mörk en náðum að skora í restina sem var virkilega ljúft."

Siggi segir að Keflavík hafi ekki verið 100% á því hvernig Leiknir myndi stilla upp á móti sér. „Það er sama, við eigum að geta spilað boltanum aðeins betur og hraðar innan liðsins. Við reyndum að laga það en riðlaðist aðeins þegar Patrik fór út af enda frábær leikmaður."

Patrik hafði komið Keflavík yfir í lok fyrri hálfleiks en fór af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks.

„Auðvitað áttu bæði lið sína kafla í leiknum og þegar Leiknismenn lentu undir þá fóru þeir að sækja meira á okkur og settu okkur undir pressu. Við vorum í erfiðleikum að finna lausnir á því í smá tíma. En svo kom þetta hjá okkur," sagði Siggi sem minntist í kjölfarið á færin sem Keflavík fékk í seinni hálfleiknum.

„Á endanum náðum við að skora, það sýnir bara frábæran karakter hjá okkur. Ég held að þetta sé níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu og það er virkilega ljúft. Við töldum okkur óheppna að tapa gegn Breiðablik og KA alveg í restina en í staðinn þá erum við núna að vinna." Ef tölfræðin er skoðuð þá hefur Keflavík skorað níu mörk á 75. mínútu eða síðar í leikjum í Bestu deildinni í sumar og fengið á sig átta.

Siggi var á því að þetta væru verðskulduð þrjú stig fyrir Keflavík. „Þetta var vissulega erfiður leikur og Leiknismenn bitu vel frá sér."

Keflavík hefur gefið út að markmið liðsins sé að enda í efri helmingi deildarinnar, topp sex. „Nú er KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá erum við komnir í sjötta sætið," sagði Siggi Raggi.

Viðtalið er aðeins lengra og er Siggi einnig spurður út í samningsstöðu þriggja lykilmanna liðsins sem og leikbannið sem Rúnar Þór Sigurgeirsson var úrskurðaður í í síðustu viku. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner