Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. september 2022 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slagsmál í stúkunni í Nice - Hófst klukkutíma á eftir áætlun
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:45 átti að hefjast viðureign Nice og Köln í Sambandsdeildinni. Sá leikur hófst þó ekki fyrr en 55 mínútum síðar þar sem stuðningsmenn liðanna slógust í stúkunni.

Blysum var kastað og lögregla þurfti að skerast í leikinn.

Þegar leikurinn átti upphaflega að hefjast þá voru leikmenn ekki byrjaðir að hita upp.

Leikurinn hófst svo 17:40 og hefur farið friðsamlega fram. Jonas Hector, fyrirliði Köln, talaði við stuðningsmenn í gegnum hátalarakerfið og bað þá um að róa sig.

„Við viljum spila þennan leik með ykkur. Við viljum líka að leikurinn fari fram. Við viljum ekki sjá þetta," sagði Hector.

Staðan í leiknum er 1-1 og eru um 20 mínútur eftir af honum.



Athugasemdir
banner
banner