Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: John Victor þristaður
Mynd: EPA
Mynd: Nottingham Forest
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það kemur ekki á óvart að Declan Rice var valinn besti leikmaður vallarins í Bournemouth en hann átti frábæra frammistöðu. Hann skoraði tvennu til að innsigla sigur Arsenal og var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um miðsvæðið.

Rice fær 9 í einkunn frá Sky og var langbesti leikmaður vallarins. Martin Ödegaard var næstbestur með 8.

Vinstri bakvörðurinn Adrien Truffert og markmaðurinn Djordje Petrovic voru verstu menn vallarins með 5 í einkunn.

John McGinn skoraði einnig tvennu í sigri Aston Villa í dag og var valinn sem besti leikmaður vallarins, með 9 í einkunn. Youri Tielemans, Ollie Watkins og Matty Cash fengu 8 fyrir sinn þátt í sigri gegn Nottingham Forest.

John Victor markvörður Forest var versti maður vallarins og fær aðeins 3 í einkunn eftir að hafa gerst sekur um herfileg mistök. Igor Jesus og Dilane Bakwa fengu fimmur ásamt öllum varamönnum Forest, þeim Nicoló Savona, James McAtee og Matz Sels.

Yasin Ayari var maður leiksins í sigri Brighton gegn Burnley. Hann fær 8 í sinn hlut alveg eins og liðsfélagar sínir Ferdi Kadioglu og Jan Paul van Hecke.

Að lokum var táningurinn Mateus Mané bestur í langþráðum sigri botnliðs Wolves. Úlfarnir unnu 3-0 og er hinn 18 ára gamli Mané í skýjunum eftir mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum.

Bournemouth: Petrovic (5), Jimenez (6), Hill (6), Senesi (6), Truffert (5); Scott (6), Tavernier (6); Semenyo (7), Kluivert (7), Brooks (6); Evanilson (7)
Varamenn: Adli (6), Cook (7), Kroupi (7), Unal (6)

Arsenal: Raya (6); Timber (7), Saliba (7), Gabriel (6), Hincapie (7); Zubimendi (6), Rice (9), Odegaard (8); Madueke (7), Gyokeres (6), Martinelli (6)
Varamenn: Jesus (6), Saka (7), Trossard (6), Merino (6)



Aston Villa: Martinez (7), Cash (8), Konsa (7), Lindelof (7), Maatsen (6), Kamara (7), Tielemans (8), McGinn (9), Buendia (6), Rogers (7), Watkins (8).
Varamenn: Sancho (6), Bogarde (5), Digne (6), Garcia (n/a)

Nott Forest: Victor (3), Aina (6), Murillo (6), Milenkovic (6), Williams (6), Dominguez (6), Anderson (6), Hutchinson (6), Bakwa (5), Gibbs-White (7), Igor Jesus (5).
Varamenn: Savona (5), McAtee (5), Sels (5)



Brighton: Verbruggen (7), Veltman (7), Van Hecke (8), Dunk (7), Kadioglu (8), Ayari (8), Gomez (6), Gruda (7), Rutter (7), Mitoma (6), Kostoulas (7).
Varamenn: De Cuyper (6), Gross (6), Milner (6), Welbeck (6), Gross (6)

Burnley: Dubravka (7), Humphreys (6), Ekdal (6), Laurent (5), Walker (5), Ugochukwu (5), Florentino (6), Pires (6), Anthony (6), Broja (5), Bruun Larsen (5).
Varamenn: Edwards (7), Sonne (6), Tchaouna (7)



Wolves: Sa (7), Mosquera (7), S Bueno (7), Krejci (6), Tchatchoua (7), J Gomes (6), Arias (8), Mane (9), H Bueno (7), Hwang (8), Arokodare (7).
Varamenn: Andre (6), Strand Larsen (6)

West Ham: Areola (6), Walker-Peters (5), Mavropanos (5), Kilman (4), Scarles (5), Potts (5), Magassa (5), Fernandes (6), Summerville (6), Wilson (5), Bowen (5).
Varamenn: Soucek (5), Mayers (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner