Atalanta 1 - 0 Roma
1-0 Giorgio Scalvini ('12 )
1-0 Giorgio Scalvini ('12 )
Miðvörðurinn sókndjarfi Giorgio Scalvini skoraði eina mark leiksins er Atalanta tók á móti AS Roma í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.
Scalvini skoraði eftir hornspyrnu á 12. mínútu og hélt Gianluca Scamacca að hann hefði tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu, en markið var dæmt af eftir langa athugun í VAR-herberginu. Scamacca var naumlega rangstæður í upphafi sóknarinnar þegar hann hafði áhrif á hegðun varnarmanns Rómverja.
Atalanta var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna en seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari. Bæði lið fengu hálffæri til að skora en áttu í erfiðleikum með að skapa sér góð færi, svo lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn.
Þetta eru dýrmæt stig fyrir Atalanta sem er í áttunda sæti með 25 stig eftir 18 umferðir, átta stigum á eftir Roma sem er í meistaradeildarbaráttunni.
Þetta var í fyrsta sinn sem Gian Piero Gasperini þjálfari Roma snýr aftur á hliðarlínuna í Bergamó, heimabæ Atalanta, eftir brottför frá félaginu fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Gasperini er goðsögn hjá félaginu eftir níu frábær ár við stjórnvölinn og fékk góðar móttökur frá áhorfendum.
Athugasemdir


