Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Brjálaðir út af lokaflautinu gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bournemouth tapaði naumlega gegn toppliði Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bournemouth vann Arsenal í tvígang á síðustu leiktíð og tók forystuna í dag, en tapaði að lokum 2-3.

Þegar komið var seint í uppbótartíma voru heimamenn í Bournemouth í leit að jöfnunarmarki og fengu þeir dæmt innkast á lokasekúndunum. Antoine Semenyo grýtti boltanum inn í teiginn en Arsenal kom honum frá.

Boltinn barst aftur til Semenyo sem hafði pláss úti á vængnum til að gefa fyrirgjöf, en hann fékk ekki tækifæri til að senda boltann fyrir markið út af því að Chris Kavanagh dómari flautaði leikinn af.

Leikmenn Bournemouth brugðust ekki vel við lokaflautinu, þeir sprettu að dómaranum og umkringdu hann í mótmælaskyni eins og má sjá hér fyrir neðan.

Andoni Iraola þjálfari Bournemouth kvartaði einnig undan dómgæslunni í viðtali að leikslokum.






Athugasemdir
banner
banner