Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
   fim 08. október 2015 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Trausti bað kærustunnar í Þróttaraheimilinu
Trausti í leik með Þrótti í Laugardalnum.
Trausti í leik með Þrótti í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta er dagur sem maður gleymir ekki," sagði Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Þróttur innsiglaði sæti í Pepsi-deildinni í lokaumferð 1. deildarinnar en á lokahófinu um kvöldið bar hann svo upp bónorð til kærustu sinnar

„Þetta var mjög skemmtilegur dagur og í ógeðslega vondu veðri og rigningu kláruðum við þetta á Valbirni og það var bara geggjað," sagði Trausti.

„Þetta hefur verið þokkalega góð vika. Ég var búinn að leita eftir tækifæri til að biðja kærustunnar og hvað er betra tækifæri en þetta. Við að komast upp í Pepsi, fórum á lokahóf og ég smellti mér upp á svið og bað hennar fyrir framan 150 manns í Þróttaraheimilinu."

Trausti fékk að sjálfsögðu já en hann viðurkennir að hafa íhugað að biðja kærustunnar í miðjum leik.

Trausti átti frábært sumar og var valinn besti markvörður 1. deildarinnar í sumar. Þróttarar eru fullir tilhlökkunar fyrir komandi verkefni.

„Við höfum fengið að vita það frá Gregg að það verða fengnir leikmenn og einhverjir sem detta út. Það er bara eins og gengur og gerist milli tímabila. Kjarninn í hópnum er orðinn vel slípaður saman og flottur ef við bætum við okkur nokkrum hágæða leikmönnum getum við gert góða hluti," sagði Trausti sem var beðinn um að lýsa þjálfara Þróttar, Englendingnum unga Gregg Ryder.

„Gregg er með hrikalega mikið sjálfstraust og ávinnur sér virðingu hvert sem hann fer. Hann sýnir leikmönnum hrikalega mila virðingu og fær hana þar af leiðandi á móti. Þú getur alltaf leitað til hans og treyst honum fyrir flestu."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan. Þar tjáir Trausti sig nánar um Gregg, heimavöll Þróttar, spennandi leikmenn liðsins og ferð sína til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner