Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. október 2020 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmenar minnka muninn - Skomina dómari ekki vinsæll
Icelandair
Ömurlegur vítadómur.
Ömurlegur vítadómur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmenía er búið að minnka muninn gegn Íslandi í leiknum mikilvæga í undanúrslitum umspilsins fyrir EM næsta sumar.

Markið skoraði Alexandru Maxim af vítapunktinum. Vítadómurinn var vægast sagt umdeildur.

Boltinn kom inn á teiginn og Aron Einar Gunnarsson skallaði í burtu. Rúmeni lág eftir, en hann fékk höndina á Ragnari Sigurðssyni, sem var einnig að hoppa upp í boltann, í andlitið á sér.

Damir Skomina, dómari, skoðaði atvikið heillengi í VAR og dæmdi að lokum á vítapunktinn. Skomina er ekki vinsæll hjá Íslendingum núna.





Athugasemdir
banner
banner
banner