Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 08. október 2023 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Langeðlilegast að Halldór taki við þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði Breiðablik í síðasta sinn í dag þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í baráttunni um þriðja sætið í Bestu deildinni.


Óskar vildi halda áfram með liðið og klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en stjórn félagsins vildi að hann myndi hætta eftir leikinn í dag.

Halldór Árnason hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars undanfarin ár en Óskar segir eðlilegt að hann taki við af sér.

„Ég myndi halda að það væri langeðlilegast að Halldór taki við þessu. Hann er frábær þjálfari og búinn að standa sig feykilega vel," sagði Óskar Hrafn.

Sjá einnig
Dóri Árna ráðinn þjálfari Breiðabliks (Staðfest)


Óskar ósáttur með tímasetninguna: Alls ekki útilokað að ég taki við KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner