Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 08. október 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli á næsta föstudag og mánudag.

„Þetta hefur verið draumur frá því maður var lítill. Það er gaman að vera kominn hingað," sagði Brynjólfur þegar hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég var bara á æfingasvæðinu í Groningen þegar ég fékk símtal frá Davíð Snorra (aðstoðarþjálfara landsliðsins). Auðvitað hefur maður hugsað um þetta en ég hef verið einbeittur fyrst og fremst á að standa mig hjá mínu félagi. Þegar maður er að sterkari deild og er að gera vel, þá eykur það líkurnar á að vera hér."

Það voru sögur um að Brynjólfur hafi næstum því verið kallaður inn í hópinn fyrir Tyrklandsleikinn, seinni leikinn í síðasta verkefni. Þjálfararnir hafa verið að fylgjast vel með honum eftir að hann stóð sig vel í æfingaferð í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

„Það voru einhverjar líkur á því (að hann yrði kallaður upp í síðasta verkefni) en það gekk ekki alveg upp. Það var gaman að heyra, þá vissi ég að væri nálægt þessu. Í kjölfarið skora ég tvö og held áfram að byggja ofan á það."

„Verkefnið í Bandaríkjunum var mjög vel heppnað fyrir mig og liðið. Þegar maður fer þarna inn þá reynir maður að sýna sig eins og maður getur. Þá þekkir þjálfarinn mann betur því maður er ekki oft í verkefnum. Ég náði að stimpla mig ágætlega inn þar," segir Brynjólfur en hann er í hópnum með bróður sínum, Willum.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur."

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna," segir Brynjólfur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner