Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   þri 08. október 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli á næsta föstudag og mánudag.

„Þetta hefur verið draumur frá því maður var lítill. Það er gaman að vera kominn hingað," sagði Brynjólfur þegar hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég var bara á æfingasvæðinu í Groningen þegar ég fékk símtal frá Davíð Snorra (aðstoðarþjálfara landsliðsins). Auðvitað hefur maður hugsað um þetta en ég hef verið einbeittur fyrst og fremst á að standa mig hjá mínu félagi. Þegar maður er að sterkari deild og er að gera vel, þá eykur það líkurnar á að vera hér."

Það voru sögur um að Brynjólfur hafi næstum því verið kallaður inn í hópinn fyrir Tyrklandsleikinn, seinni leikinn í síðasta verkefni. Þjálfararnir hafa verið að fylgjast vel með honum eftir að hann stóð sig vel í æfingaferð í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

„Það voru einhverjar líkur á því (að hann yrði kallaður upp í síðasta verkefni) en það gekk ekki alveg upp. Það var gaman að heyra, þá vissi ég að væri nálægt þessu. Í kjölfarið skora ég tvö og held áfram að byggja ofan á það."

„Verkefnið í Bandaríkjunum var mjög vel heppnað fyrir mig og liðið. Þegar maður fer þarna inn þá reynir maður að sýna sig eins og maður getur. Þá þekkir þjálfarinn mann betur því maður er ekki oft í verkefnum. Ég náði að stimpla mig ágætlega inn þar," segir Brynjólfur en hann er í hópnum með bróður sínum, Willum.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur."

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna," segir Brynjólfur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner