Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   þri 08. október 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli á næsta föstudag og mánudag.

„Þetta hefur verið draumur frá því maður var lítill. Það er gaman að vera kominn hingað," sagði Brynjólfur þegar hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég var bara á æfingasvæðinu í Groningen þegar ég fékk símtal frá Davíð Snorra (aðstoðarþjálfara landsliðsins). Auðvitað hefur maður hugsað um þetta en ég hef verið einbeittur fyrst og fremst á að standa mig hjá mínu félagi. Þegar maður er að sterkari deild og er að gera vel, þá eykur það líkurnar á að vera hér."

Það voru sögur um að Brynjólfur hafi næstum því verið kallaður inn í hópinn fyrir Tyrklandsleikinn, seinni leikinn í síðasta verkefni. Þjálfararnir hafa verið að fylgjast vel með honum eftir að hann stóð sig vel í æfingaferð í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

„Það voru einhverjar líkur á því (að hann yrði kallaður upp í síðasta verkefni) en það gekk ekki alveg upp. Það var gaman að heyra, þá vissi ég að væri nálægt þessu. Í kjölfarið skora ég tvö og held áfram að byggja ofan á það."

„Verkefnið í Bandaríkjunum var mjög vel heppnað fyrir mig og liðið. Þegar maður fer þarna inn þá reynir maður að sýna sig eins og maður getur. Þá þekkir þjálfarinn mann betur því maður er ekki oft í verkefnum. Ég náði að stimpla mig ágætlega inn þar," segir Brynjólfur en hann er í hópnum með bróður sínum, Willum.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur."

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna," segir Brynjólfur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner