Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 08. október 2025 08:35
Elvar Geir Magnússon
Bundesligudómari á Laugardalsvelli - Ísland vann þegar hann dæmdi í fyrra
Eimskip
Sven Jablonski og Stefán Teitur fara yfir málin í Svartfjallalandi.
Sven Jablonski og Stefán Teitur fara yfir málin í Svartfjallalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sven Jablonski, dómari úr þýsku Bundesligunni, mun dæma leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Jablonski var með flautuna þegar Ísland sigraði Svartfjallaland á útivelli 2-0 í Þjóðadeildinni í fyrra en Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörkin.

Jablonski er einn fremsti dómari Þýskalands og fékk til dæmis það verkefni að dæma leik Dortmund og Bayern München á síðasta tímabili. Þar var hann með myndavél og hljóðnema og hægt að sjá úr leiknum hér að neðan. Hann starfar sem bankagjaldkeri auk dómgæslunnar.

Hann verður með sömu aðstoðardómara með sér og í Svartfjallalandi; Lasse Koslowski og Eduard Beitinger. Fjórði dómari verður svo Florian Badstübner og Benjamin Brand verður VAR dómari.

Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.


Athugasemdir
banner