Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH, hyggst samkvæmt heimildum Fótbolta.net þjálfa áfram á Íslandi.
Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Færeyja, NSÍ Runavík vildi fá hann, en Heimir ætlar að vera áfram á Íslandi.
Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Færeyja, NSÍ Runavík vildi fá hann, en Heimir ætlar að vera áfram á Íslandi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann bæði rætt við Leikni og Fylki og ætlar hann að taka sér tíma í að taka ákvörðun varðandi sína framtíð.
Heimir, sem er 56 ára, hefur náð frábærum árangri á sínum þjálfaraferli. Sem aðalþjálfari hefur hann sex sinnum orðið Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, Færeyjarmeistari og færeyskur bikarmeistari.
Athugasemdir