Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   mið 08. október 2025 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Eimskip
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Mynd: Köln
„Ég er búinn að bíða eftir þessum glugga frá því þeim síðasta lauk. Ég hef aldrei verið svona spenntur fyrir landsliðsverkefni," segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við ætlum okkur á HM og ætlum að gera allt til þess að ná því markmiði. Það er geggjað að fá fólkið með okkur í þá vegferð. Síðasti gluggi var mjög góður og við ætlum að byggja ofan á það," segir Ísak en líklega var síðasti gluggi sá besti sem Skagamaðurinn hefur upplifað með landsliðinu. Vonandi verður þó sá næsti enn betri.

Ísak, sem er 22 ára, hefur lengi verið hluti af landsliðshópnum en er núna orðinn mikilvægur partur af liðinu eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við.

„Ég talaði um að ég yrði klár þegar tækifærið myndi koma og ég var það. Ég nýtti tækifærið. Núna er bara að halda áfram að byggja ofan á það. Ég er gríðarlega sáttur með síðasta glugga og bara frá því Arnar tók við hefur mér liðið ótrúlega vel í því hlutverki sem ég er að fá. Mér líst vel á framhaldið."

Er bara draumur
Ísak gekk í sumar í raðir Köln í Þýskalandi en liðið hefur verið að gera skemmtilega hluti í byrjun tímabilsins.

„Lífið í Köln er mjög gott. Við höfum komið á óvart og erum í sjötta sætinu núna. Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta og það er erfitt að spila gegn okkur. Við spiluðum á útivelli við Leipzig og þeir voru ekki að valta yfir okkur. Ég er mjög ánægður með hlutverkið líka þar," segir Ísak.

Það hefur gengið vel hjá honum að aðlagast nýju félagi og nýrri borg.

„Þetta er mjög svipað og Düsseldorf. Það eru bara 40 mínútna akstur þarna á milli. Fótboltalega séð hefur þjálfarinn hjálpað mér mjög mikið, hann er mjög klár. Hann finnur mig í góðum svæðum á vellinum. Utan vallar líka, við fundum íbúð fljótt og kærustunni minni líður vel."

Hvernig er að spila í þýsku úrvalsdeildinni?

„Það hefur verið draumur frá því ég var lítill. Enska úrvalsdeildin er stærst en þar fyrir neðan eru spænska og þýska deildin. Að spila í Bundesligunni í hverri viku er bara draumur. Stuðningsmennirnir, vellirnir og allt saman - maður þarf stundum að klípa sig. Að vera 22 ára og spila í Bundesligunni er bara draumur og maður þarf að vera þakklátur fyrir það," segir Ísak.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner