Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 08. nóvember 2019 17:43
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Hópur U21 sem heimsækir Ítalíu í mikilvægum slag
Kolbeinn Birgir Finnsson er samningsbundinn Borussia Dortmund.
Kolbeinn Birgir Finnsson er samningsbundinn Borussia Dortmund.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er markahæstur í U21 hópnum. Hann leikur fyrir AGF í Danmörku.
Jón Dagur Þorsteinsson er markahæstur í U21 hópnum. Hann leikur fyrir AGF í Danmörku.
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Sveinn Aron og Willum Þór eru atvinnumenn erlendis.
Sveinn Aron og Willum Þór eru atvinnumenn erlendis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Arnar Þór Viðarsson er búinn að velja landsliðshópa hjá U21 og U20 landsliðum Íslands sem eiga stórleiki framundan í landsleikjahlénu.

U21 ára landsliðið mætir Ítalíu í hörkuleik á Paolo Mazza leikvanginum. Liðin eru í harðri baráttu í undankeppni fyrir EM U21 á næsta ári.

U21 liðið er ansi sterkt og eru leikmenn þar á mála hjá félagsliðum á borð við Brentford, Helsingborg, BATE Borisov, Borussia Dortmund og Spezia. Meirihluti hópsins leikur þó í Pepsi Max-deildinni.

Strákarnir eru í öðru sæti undanriðilsins, með níu stig eftir fjórar umferðir. Ítalir eru með gífurlega öflugan leikmannahóp og eru komnir með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Hópur U21 karla:
Patrik Sigurður Gunnarson | Brentford | 6 leikir

Elías Rafn Ólafsson | Aarhus Fremad | 2 leikir

Alfons Sampsted | Breiðablik | 25 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 18 leikir, 5 mörk

Júlíus Magnússon | Víkingur R. | 15 leikir

Ari Leifsson | Fylkir | 13 leikir, 1 mark

Alex Þór Hauksson | Stjarnan | 13 leikir, 1 mark

Willum Þór Willumsson | BATE | 12 leikir, 2 mörk

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA | 11 leikir

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA | 11 leikir, 1 mark

Daníel Hafsteinsson | Helsinborgs IF | 10 leikir

Kolbeinn Birgir Finnsson | Borussia Dortmund | 10 leikir

Sveinn Aron Guðjohnsen | Spezia | 10 leikir, 3 mörk

Jónatan Ingi Jónsson | FH | 8 leikir, 2 mörk

Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölnir | 8 leikir

Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik | 7 leikir, 1 mark

Birkir Valur Jónsson | HK | 2 leikir

Kolbeinn Þórðarson | Lommel | 2 leikir

Valdimar Þór Ingimundarson | Fylkir | 2 leikir

Finnur Tómas Pálmason | 1 leikur

U21 landsliðið mætir Ítalíu 16. nóvember en þremur dögum síðar á U20 landsliðið leik við England.

Hér að neðan má sjá hóp U20 karla en meirihlutinn er úr U21 hópnum.

Hópur U20 karla:
Patrik Sigurður Gunnarson | Brentford | 6 leikir

Elías Rafn Ólafsson | Aarhus Fremad | 2 leikir

Alex Þór Hauksson | Stjarnan | 13 leikir, 1 mark

Daníel Hafsteinsson | Helsinborgs IF | 10 leikir

Kolbeinn Birgir Finnsson | Borussia Dortmund | 10 leikir

Jónatan Ingi Jónsson | FH | 8 leikir, 2 mörk

Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölnir | 8 leikir

Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik | 7 leikir, 1 mark

Guðmundur Andri Tryggvason | Víkingur R. | 7 leikir

Ísak Óli Ólafsson | Sonderjyske | 5 leikir, 1 mark

Hjalti Sigurðsson | KR | 3 leikir

Kolbeinn Þórðarson | Lommel | 2 leikir

Valdimar Þór Ingimundarson | Fylkir | 2 leikir

Þórir Jóhann Helgason | FH | 2 leikir

Finnur Tómas Pálmason | KR | 1 leikur

Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R. | 1 leikur

Bjarki Steinn Bjarkason | ÍA | Enginn leikur

Davíð Ingvarsson | Breiðablik | Enginn leikur

Stefán Árni Geirsson | KR | Enginn leikur

Viktor Örlygur Andrason | Víkingur R. | Enginn leikur
Athugasemdir
banner
banner
banner