Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 08. nóvember 2020 16:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Jafnt hjá Atalanta og Inter - Mkhitaryan með þrennu
Atalanta og Inter skildu jöfn í stórleik í stórleik í ítalska boltanum þar sem Aleksey Miranchuk bjargaði sínum mönnum í frumraun sinni í Serie A.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik og tók Lautaro Martinez forystuna fyrir Inter með flottum skalla eftir fyrirgjöf Ashley Young.

Atalanta skipti um gír eftir að hafa lent undir og verðskuldaði jöfnunarmarkið sem Miranchuk skoraði á 79. mínútu. Rússinn gerði vel að koma sér í skotstöðu með marga andstæðinga í kringum sig.

Jafntefli sanngjörn niðurstaða í jöfnum leik og er Atalanta í fimmta sæti, með 13 stig eftir 7 umferðir. Inter er með 12 stig.

Atalanta 1 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('58)
1-1 Aleksey Miranchuk ('79)

AS Roma heimsótti þá Genoa án Edin Dzeko sem er með Covid. Það gerði lítið til því Henrikh Mkhitaryan ákvað að stíga upp fyrir sína menn.

Hann skoraði sjaldgæft skallamark undir lok fyrri hálfleiks og kom Roma svo aftur yfir eftir jöfnunarmark Genoa.

Hann innsiglaði sigurinn með einstaklega laglegu marki undir lokin. Pedro átti frábæra fyrirgjöf og skoraði Mkhitaryan með flottu skoti þar sem hann tók boltann viðstöðulausan á lofti.

Roma er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 14 stig eftir 7 umferðir.

Torino gerði þá markalaust jafntefli við Crotone.

Genoa 1 - 3 Roma
0-1 Henrikh Mkhitaryan ('45)
1-1 Marko Pjaca ('50)
1-2 Henrikh Mkhitaryan ('67)
1-3 Henrikh Mkhitaryan ('85)

Torino 0 - 0 Crotone
Rautt spjald: Sebastiano Luperto, Crotone ('87)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner