banner
   sun 08. desember 2019 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Mourinho tók boltann af Son og gaf Parrott hann
Mourinho og Troy Parrott.
Mourinho og Troy Parrott.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho setti hinn efnilega Troy Parrott inn á í 5-0 sigri Tottenham á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Parrott er aðeins 17 ára gamall, en hann þykir mikið efni og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland. Leikurinn í gær var hans fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho vildi gefa sóknarmanninum minjagrip úr leiknum og gaf hann honum boltann sem spilað var með.

Son Heung-min, sem var maður leiksins, var með boltann að leik loknum, en Mourinho tók hann af honum og gaf Parrott hann.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Tottenham hefur gengið vel eftir að Mourinho tók við af Mauricio Pochettino. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af fimm - unnið hina fjóra. Eini tapleikurinn til þessa kom gegn fyrrum vinnuveitendum Mourinho í Manchester United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner