Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 08. desember 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe sá yngsti í 30 mörkin
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, sóknarmaður PSG, varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þrjátíu mörk í Meistaradeild Evrópu.

Mbappe skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútunum gegn Club Brugge í gær. Lokatölur urðu 4-1 en Lionel Messi skoraði hin tvö mörk PSG. Messi var fyrri gærdaginn yngsti leikmaðurinn til að skora 30 mörk í keppninni.

Mbappe hefur nú skorað 31 mark í Meistaradeildinni. Hann var í gær 22 ára og 352 daga gamall, ríflega 140 dögum yngri en Messi var þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í keppninni.

Mbappe lagði upp þriðja mark leiksins fyrir Messi. Mbappe er á lokaári á samningi sínum hjá PSG og hefur sterklega verið orðaður við Real Madrid. Á leiktíðinni hefur hann skorað 11 mörk í 22 leikjum og lagt upp fjórtán.
Athugasemdir
banner
banner
banner