Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Alfons skipt af velli eftir hálftíma - Elías Már snéri aftur á völlinn í sigri
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már er mættur aftur
Elías Már er mættur aftur
Mynd: Getty Images
Alfons Sampsted og félagar í Twente unnu 4-2 sigur á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld en íslenski landslismanninum var skipt af velli eftir aðeins hálftíma.

Twente lenti tveimur mörkum undir á fyrstu þrettán mínútum leiksins áður en franski bakvörðurinn Arthur Zagre var rekinn af velli í liði Excelsior á 25. mínútu.

Fjórum mínútum síðar gerði þjálfari Twente tvöfalda skiptingu. Alfons fór af velli, þó hann hafi ekki átt neitt í mörkunum tveimur sem Twente fékk á sig.

Þessar skiptingar báru hins vegar árangur. Liðið minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og gerði síðan þrjú í þeim síðari. Twente er í 3. sæti með 33 stig.

Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Patro Eisden sem lagði U23 ára lið Genk að velli, 1-0. Hann fór af velli á 70. mínútu leiksins, en Patro er í 3. sæti B-deildarinnar með 25 stig.

Þórir Jóhann Helgason kom inn af bekknum í hálfleik í 3-1 sigri Eintracht Braunschweigh á Wehen í þysku B-deildinni. Staðan var 1-0 Wehen í vil í hálfleik, en Braunschweig tókst að snúa við taflinu í þeim síðari. Liðið er í næst neðsta sæti með 11 stig.

Elías Már Ómarsson sneri aftur á völlinn í 2-0 sigri NAC Breda á Oss í hollensku B-deildinni. Elías hafði misst af fyrri hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla en kom inn af bekknum á 74. mínútu leiksins. Breda er í 6. sæti með 31 stig.

Rúnar Þór Sigurgeirsson kom þá inn af bekknum í 1-1 jafntefli Willem II og Den Haag. Willem er á toppnum í hollensku B-deildinni með 39 stig.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl gerðu 2-2 jafntefli við Al Wahda í úrvalsdeild Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Al Wasl er á toppnum með 24 stig eftir tíu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner