Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   þri 09. janúar 2018 12:23
Magnús Már Einarsson
Nökkvi skoraði gegn Manchester United
Nökkvi Þórisson og Þorri bróðir hans.  Þeir eru báðir á mála hjá Hannover en Nökkvi spilaði með liðinu á mótinu um helgina.
Nökkvi Þórisson og Þorri bróðir hans. Þeir eru báðir á mála hjá Hannover en Nökkvi spilaði með liðinu á mótinu um helgina.
Mynd: Úr einkasafni
Nökkvi Þeyr Þórisson var á meðal leikmanna í U19 ára liði Hannover sem tóku þátt í Sparkasse-VGH-cup innanhúsmótinu í Göttingen í norður Þýskalandi um helgina.

Meðal liða sem tóku þátt voru Manchester United, Fulham, FC Köbenhavn, Austria Wien, Hertha BSC, Hamburger SV, FC Brügge, Schalke og Eintracht Braunschweig svo nokkur séu nefnd.

Nökkvi og félagar í Hannover fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu gegn Austria Vín eftir vítaspyrnukeppni. Hannover lagði síðan Fulham í leik um 3. sætið.

Nökkvi skoraði nokkur mörk fyrir Hannover á mótinu en hann skoraði meðal annars glæsilegt mark gegn Manchester United í 5-2 tapi.

Þess má geta að í þessu móti fyrir ári síðan mættust Manchester United og Hannover 96 í úrslitum. Manchester United vann mótið þá líkt og í ár.

Smelltu hér til að sjá mark Nökkva gegn Man Utd (Eftir 13:10)
Athugasemdir
banner
banner