
Það er enn óvíst hvar parið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen spila á næstu leiktíð.
Þau léku bæði með Val síðasta sumar; Elísa var fyrirliði kvennaliðs Vals sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari, og þá lék Rasmus í vörn karlaliðsins.
Þau léku bæði með Val síðasta sumar; Elísa var fyrirliði kvennaliðs Vals sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari, og þá lék Rasmus í vörn karlaliðsins.
Það hafa verið sögusagnir um að þau séu á leið til Danmerkur en hvorugt þeirra er búið að semja við lið núna þegar nýtt ár er hafið.
Í samtali við Fótbolta.net segjast þau bæði vera í viðræðum við félög á Íslandi.
„Eftir því sem líður á janúar þá er líklegt að við semjum á Íslandi. Við erum bæði í viðræðum við lið á Íslandi," segir Elísa í samtali við Fótbolta.net.
Ef þau semja við félög á Íslandi, þá er líklegast að Elísa muni semja aftur við Val og þá hefur Rasmus verið orðaður við Grindavík þó hann sé svo sannarlega með gæðin til þess að spila í efstu deild.
Bæði hafa þau einnig leikið með ÍBV hér heima og er Elísa uppalin þar. Rasmus hefur þá einnig spilað með Fjölni og KR.
Athugasemdir